Forsíða

Velkominn á heimasiðu Dansandi ofur Tölvu karlinn (Dancing Super Geek)

Ég heiti Sigurður Gísli Bjarnason og ég var fæddur og uppalin í Reykjavik en ég var búsettur í bandaríkjunum frá ágúst 1990 þangað til júní 2020, svo að íslenskan mín er sennilega eitthvað skrítin. Þegar ég er að tala við systur mínar þá segi þær mér að ég er að búa til orð og er að beygja orð vitlaust. Svo ég bið af afsaka vitleysur sem að þú finnur. Þetta er líka eina síðan sem ég hef treyst mér til að reyna að þýða, og bið ég velvirðingar á því.

Eins og ég vara að segja þá var ég fæddur og uppalin í Reykjavik. Gagnafræðiskólinn sem að ég fór í var Réttarholtskóla og eftir það fór ég í Iðnskólann til að læra rafeindavirkjun. Eftir að ég útskrifaðist þaðan fór ég að vinna á verstæði Heimilistækja og var mest í því að gera við afruglara fyrir Stöð 2. Ég var þar ekki lengi áður en að ég fór inn í tölvu braskan. Ég hef altaf verið mikið fyrir tækni dót, mamma segir sögur að því þegar ég var lítill þá þurfti hún ekki að hafa áhyggjur af mér fiktandi í dótinu hennar á hillum og stofuborðinu. Það eina sem að ég fiktaði í var innstungur, útvarpið og sjónvarpið. Ég fékk fyrstu t0lvuna mína þegar ég var unglingur og var altaf að vinna eitthvað í henni. Þessi fyrsta tölva var Apple IIe og þó að hún hafi verið flott á siðum tíma þá er 100x meiri tölva í úrinni mínu í dag. Ég hef aldrei verið fyrir tölvu leiki og þetta var sama á þessum tíma. Ég notaði tölvuna mjög mikið, mest í ritvinnslu og að læra að forrita. Eftir að fyrsta Apple Macintosh kom í búðir þá seldi ég tölvuna og keypti Macintosh. Ég byrjaði í tölvu bransanum með því að stofna mitt eigið fyrirtæki sem að flutti inn og seldi vörur fyrir Macintosh í samkeppni við Apple umboðið. Ég var vel þekktur í Apple umboðinu þar sem að ég var búin að versla þar mikið og var alltaf þar að biðja þá um að kenni mér þetta og hitt. Þeir voru ekki mjög ánægðir með samkeppnina og sökuðu mig um að fara fram hjá skatta lögum, sem var án raka.

Eftir að gera þetta í smá tíma þá ákvað á fara að læra tölvur á háskóla stigi. Ég fór að rannsaka ýmsa skóla og endaði með að sækja um og fara í háskóla í borg í Washington fylki bandaríkjanna sem að heitir Tacoma u.þ.b. 60km suður að Seattle WA. Skólinn heitir Pacific Lutheran University (PLU) og var stofnaður af normönnum í 1890. Ég byrjaði námið í September 1990 of útskrifaðist í maí 1994 með BS í Tölvuverkfræði. Eftir að ég útskrifaðist frá PLU fékk ég vinnu hjá ýmsum fyrirtækjum á Seattle svæðinu ég var hjá Microsoft í hátt í 14 ár og er búin að vera hjá T-Mobile US Inc., sem er þriðja stærsta farsíma fyrirtækið í bandaríkjunum, síðan oktober 2011. Inn á milli vann ég hjá ýmsum fyrirtækjum milli fjóra mánuði og tvö ár. 

Eftir að ég útskrifaðist þá byrjaði ég í því að setja upp nýjar tölvur og hjálpa starfsfólki með tölvu vandamál. Frá því fór ég inn í tölvu tengingar (Networking) og skifti svo inná net öryggi í nóvember 2017.

Ég fór í masters nám í maí 2017 og útskrifaðist með MS in CyberSecurity and Information Assurance í mars 2019.

Núna er ég einn mikið inn í tæknina og er með tölvuherbergi í íbúðinni minni sem er með margar tölvur tengdar mörgum skjáum. Ég er líka með talstöðvar, mælitæki, rafeindahluti, arduino, rasberry pi og fleira. 

Ég er ekki bara í tölvum og tækni dóti, ég er líka mikið fyrir leikhúsið og að fara út að dansa. Þegar að það kemur að dans þá er salsa og jitterbug swing uppáhaldi hjá mér. Ég er líka mikið í sjálboðavinnu, mest í neyðstjórnun í sambandi við almannavarnir. Ég er skráður hjá bæði borginni sem að ég bý í (Bellevue) og sýslunni (King County). Ég er líka skráður hjá Bandaríska Rauða Krossinum og hjá sjálstæð stofnum sem að heitir EMGWA. Þegar ég skrifa þetta eru þeir að sjá um Special Olympics USA leikina í Seattle.